Barátta um vatn og fisk

 

Í Darfur er stríð milli hirðingja og bænda sem lifað hafa í sátt og samlindi. Svo þrengdi að. Sahara stækkar og bithagar fyrir búfénað hirðingjanna minnkuðu. Þjóðarmorð, hörmungar. Þetta eru sömu ástæður og forfeður okkar höfðu fyrir því að leggjast í víking, nema lönd og ræna önnur, nauðga konum og ræna og drepa karlana.

Nú er hér hins vegar barist um fiskana í sjónum sem við veiðum alltaf meira og meira af - af minni og minni stofni og hunsum ráð sérfræðinga sem gætu verið of varfærin. Svo erum við sagðir henda fiski í sjóinn dauðum og engum til gagns. Ef til villa aðeins svartir sauðir. Ef að þeir sem fara með auðlindina eru með sömu siðgæðiskröfur og þeir sem selja vinnu sína einstaklingum og svíkja undan virðisaukaskattinn þá eru svindlararnir ekki voðalega fáir. Hinir gera þetta líka og við erum jú í samkeppni. Ekki getum við látið skussana eina vera eftir sem eigendur kvótans.  

Í Darfur er baráttan upp á líf og dauða. Hér er hún upp á nokkur þúsund bíla og ef til vill hægt að hliðra til i öðrum tegundum svo skellurinn við að takmarka þorskveiðarnar verði ekki eins geigvænlegur. Við lifum þetta af, enda löngu hættir að drepa fólk út af svona löguðu, heldur út af allt öðru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já satt segirðu ólikt höfumst við að/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.6.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband