Grænland

TrommudansariRétt handan við hafið hér fyrir vestan okkur er strjál byggð Inuita á Grænlandi. Ég hef ekki séð aðra hluta þessara risa eyju en hluta af eyju á Austurströndinni Kulusuk. Þangað flýgur Flugfélag Íslands og ég hef farið tvær dagsferðir þangað og gengið um þorpið sem er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum.

Lítið er um atvinnu á þessum stað aðra en þá að þjónusta hverjir aðra og svo nokkur vinna við flugvöllinn sem haldið er opnum flesta daga ársins. Einn gætir þess að menn sigli ekki fullir og annar gætir kamranna. Þá er sorphirða, verslunarstörf, bankastörf. Þarna er hjúkrunarfræðingur og þyrlustrætó er við Angmagsalik þar sem er sjúkrahús. Þyrlustrætóinn er aðallega fyrir ferðamenn. Þegar mikið liggur við taka Grænlendingar hann en farið er það hátt að hann er ekki til daglegra nota fyrir fólk sem lifir á sjálfsþurftabúskap eða velferðarkerfinu. Mjög stór hluti fullorðinna er drukkinn um hábjartan daginn og ranglar um þorpið iðjulaus. Karlmennirnir eru ef til vill veiðimenn sem veiða sel á veturna og einn ísbjörn er drepinn þarna fyrir hvern mánuð ársins.

 Þegar ég sá þessa eymd hugsaði ég mér hversu gott við eigum íslendingar. Hér var drykkja mjög almenn á tímabili og eymd og volæði einkenndi mannlífið rétt eins og Grænlendinga í dag. Við vorum nýlenda. Mér var líka hugsað til þáttar sem bar saman ástandið á Nýfundnalandi og Íslandi. Þeir glötuðu sjálfstæði sínu og efnahagurinn er ekki upp á marga fiska. Sjálfstæði 'Islendinga er hornsteinn þeirra velmegunar sem hér ríkir. Gleymum því ekki og verum ekki með neitt óðagot að selja það til Brussel til að leysa tímabundin velmegunarvandamál í efnahagslífinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér skilst að ástandið sé verra í Kulusuk en í Nassauaq, þangað sem ég komst eitt sinn í dagsferð, en samt rann mér eymdin til rifja. Var svo heppin að taka að mér að skulta ungum grænlenskum þingmanni í bæinn frá Þingvöllum í fyrra og ef hann á sér mörg skoðanasystkini er ég bjartsýn á framtíðina hjá nágrönnunum okkar. Hann vill koma þessu öllu upp á yfirborðið og í umræðu, drykkjunni, kynferðisobbeldinu og barnamisnotkuninni og kalla Grænlendinga sjálfa til ábyrgðar á örlögum sínum. Ríkidæmi gæti beðið Grænlendinga vegna auðlinda í og kringum landið og meira að segja fordæmi glannalegu íslensku fjármálamannanna sem hafa keypt upp Magazin og Illum í Danmörku er Grænlendingum nú hvatning, við erum jú fyrrverandi nýlenda. Dapurleikinn eftir heimsóknina um árið hvarf eins og dögg fyrir sólu og nú segir ég bara Go Grænlendingar - og flott hjá Björk að senda þeim hvatningakveður eins og hún gerði um daginn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 01:55

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vinsamlegast hunsið innsláttarvillur í pistlinum á undan, þar eru bæði stafavíxl og ofbeldi er mjög undarlega skrifað ;-Þ

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er ekki i nokkrum vafa um að Grænlendingar geta risið upp og annars staðar í landinu er það lengra komið en í Kulusuk. Þakka þér athugasemdina.

Jón Sigurgeirsson , 11.6.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband