6.6.2007 | 09:07
Skipun hćstaréttardómara o.fl.
Heimspekingar komust ađ ţví fyrir stjórnarbyltinguna í Frakklandi fyrir allmörgum árum síđan (1789) ađ stjórnvöld gćtu spillst og ţví rétt ađ ţau takmörkuđu hvert annađ sona svipađ og fyrirtćki eiga ađ gera í samkeppnisumhverfi. Ţeir sögđu ţví ađ rétt vćri ađ hafa ríkisvaldiđ ţrígreint ţ.e. löggjafarvald sem Alţingi fer međ, stjórnsýsluvald sem ríkisstjórnin stýrir og dómsvald ţar sem Hćstiréttur hefur síđasta orđiđ. Ţessi regla komst svo inn í íslensku stjórnarskrána. Ţađ var svo önnur regla sem er svolítiđ á skjön viđ ţessa sem ţróađist fyrir baráttu ţings og konungs á Englandi allt frá samningi sem ţessir ađilar gerđu međ sér um svipađ leiti og Íslendingar losuđu sig viđ sjálfstćđi sitt í hendur Noregskonungi en varđ ekki fullmótuđ fyrr en á 19 öld og segir ađ ţingiđ ráđi nokkurn vegin hver situr í ríkisstjórn. Ţannig verđa tvćr greinarnar ađ einni í raun.
Ţađ sem heldur aftur af ríkisstjórnum og meirihluta Alţingis er ţví eingöngu Hćstiréttur. (Ef til vill valdalaus stjórnarandstađa og forseti ađ einhverju leyti). Ţegar ég var í lagadeild var sagt ađ hćstiréttur fćri eftir ţví megin sjónarmiđi ađ teygja stjórnarskránna eins langt og hćgt vćri í átt til vilja Alţingis og ríkisstjórna á ţeirri forsendu ađ hćstaréttardómarar vćru ekki ţjóđkjörnir. Forseti hélt sig einnig til hlés og má ţví segja ađ ađeins einn ţáttur ríkisvalds hafi veriđ virkur. Nú hefur Hćstiréttur breytt um stefnu fyrir all mörgum áratugum og hefur dćmt fjölmörg lög ríđa í bága viđ stjórnarskrá. Forseti hefur einnig veitt ríkisstjórn ađhald í fyrsta skipti í sögu lýđveldis hér nú fyrir skömmu eins og alţekkt er.
Ţessar pćlingar eru tilkomnar vegna ţess ađ ég hitti gamlan bekkjarfélaga minn um daginn, gamlan sjálfstćđismann sem hefur ekki alveg kyngt öllu sem flokkurinn hefur gert. Viđ spjölluđum um landsins gagn og nauđsynjar eins og gengur og međal annars um skipun Hćstaréttardómara. Ţađ er í raun einn ráđherra sem rćđur vali á einu löppinni sem ver stólinn falli. Nú er sjálfstćđisflokkurinn búinn ađ vera í ríkisstjórn í 16 ár og stefnir í 20 ára valdatíđ hans. Hann hefur skipađ stóran hluta af hćstaréttardómurum og hafa gagnrýnisraddir haldiđ ţví fram ađ skipanirnar hafi ekki veriđ af hlutleysi heldur ţvert á móti hafi ríkisstjórnin veriđ ađ rađa eigin pótintátum í réttinn. Ef svo er ţá hverfur eina vörn almennings gagnvart stjórnvöldum.
Í Bandaríkjunum er raunveruleg ţrígreining valdsins ţ.e. ţing er kosiđ sérstaklega og forsetinn sem velur ríkisstjórn sérstaklega. Ţar koma ţessir valdaađilar sér síđan saman um skipun dómara. Ţar getur forsetinn ekki setiđ nema í átta ár og ţví getur sami mađur ekki skipađ jafn mikinn fjölda dómara og hér.
Ég hef enga lausn um ţađ hvernig á ađ skipa dómara í Hćstarétt. Ţađ er hins vegar ótćkt eins og ţađ er.
Viđ skulum segja ađ Baugsmáliđ sé pólitískt og tveir hćstaréttardómarar af 8 hafa fengiđ stöđu sína vegna pólitískra sjónarmiđa. Getum viđ treyst ađ niđurstađan verđi hlutlaus.
Hćstiréttur á ađ vera virt stofnun sem fólk getur treyst. Er ţađ svo?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er orđ i tíma töluđ og i ţeim er stóri sannleikur ađ mínu mati/er ţetta hćgt áfram/nei ţetta má ekki vera svona!!!!Mjög greinargott sett fram og vonandi ađ ţetta hreifi viđ eitthverjum/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 8.6.2007 kl. 00:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.