Hvað með fórnarlömbin

Fyrir nokkru tröllriðu fjölmiðlunum fréttir af illri meðferð einstaklinga á upptökuheimilum. Þangað komu kynferðisglæpamenn og áttu greiðan aðgang að börnum og unglingum. 80% þeirra sem vistaðir voru á einu heimilinu lentu í fangelsi síðar á ævinni.

Nú eru fréttavefirnir búnir að fá sig full sadda á þessu og stein hættir að minnast á það. Þetta er eins og sagt er um þá sem missa maka sinn. Allir eru svo umhyggjusamir fyrst á eftir að það ofgerir þolinmæði bestu syrgjenda og síðan ekki söguna meir. Það gleymist að það tekur langan tíma að vinna úr slíku og oftast meiri þörf fyrir umhyggju þegar mesta álagið er búið eftir jarðaförina.

Núna er þörf að halda þessu máli vakandi þannig að það gleymist ekki að gera allt það sem lofað hefur verið gagnvart fórnarlömbunum. Nú þurfa blaðamenn að spyrja réttu spurninganna. Það er ný stjórn komin og auðvelt að afsaka aðgerðarleysi með því að aðrir hafi lofað því sem lofað  hefur verið.

Loforð stjórnmálamanna hafa stundum þynnri merkingu en annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband