5.6.2007 | 01:41
Kirkjuferð við þingsetningu.
Við teljum okkur all flest kristin og hefð fyrir ríkiskirkju og ríkistrú er mjög gömul. Okkur finnst það eðlileg aðlögun útlendinga að okkar þjóðfélagi að taka þessum hefðum okkar eins og þær eru.
Þessi hugsun liggur svo beint við ef maður hugsar alltaf frá sama sjónarhorninu þ.e. er naflanum á sjálfum sér. Á þeirri hugsun byggja öll stríð allt frá heimiliserjum til heimsstyrjalda.
Ef við ætlum að fá viðsýnan skilning á venjum okkar verðumvið að skipta gestum okkar út, setja okkur sem gesti í Múhameðslandi og athuga hvernig okkur líkaði það að verða gert að falla á hnén og tilbiðja Allah fimm sinnum á dag. Eða líta til þess hvernig okkur finnst trúarríki eins og Íran þar sem sérstök stiðgæðislögregla passar upp á að konur hylji andlit sín o.s.fr.
Okkur finnst ekkert að því að tengja trúna stjórn ríkisins af því að okkur hugnast trúin og við erum vön siðunum. Það eru fleiri en útlendingar sem ekki kjósa að játa kristna trú. Við höfum fjöldann allan af efahyggjufólki, trúleysingjum og afkomendur víkinganna sem hafa kosið önnur trúarbrögð.
Ég ræddi við mann um daginn, sem virtist ósköp venjulegur Íslendingur, þ.e. það sást ekki á honum annað en að hann væri af íslensk bergi brotinn. Hann sagðist mjög á móti því að farið væri í Kirkju við þingsetningu af því hann sjálfur væri trúlaus. Það var í framhaldi af því sem ég fór að leggja þetta upp fyrir mér frá hans sjónarmiði. Ég sá ekki annað en hann hefði fullan rétt til þessara skoðanna sinna og það værum við sem værum í villu, við sem höfum tekið slíkt sem eðlilegan hlut. Ég vil gjarnan tilheyra ríkiskirkjunni og myndi gera það hvort sem hún væri ríkiskirkja eða ekki. Ég virði hins vegar rétt annarra til þess að vera á öndverðu meiði. Það er grundvallar skoðun mín að trú eða trúleysi eigi að vera samkvæmt eigin samvisku og ríkið eigi ekki að hafa áhrif á þá skoðanamyndun á nokkurn hátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Athugasemdir
Þarna erum við sko ekki alveg á sama máli/auðvitað bara svona'??en eg er mjög Kristin maður en hef frá 16 ára aldri viljað aðskilnað Ríkis og Kirkju og vona að það gersit sem fyrst/Eg rel mikin meirihluta þjóðar okkur með þvi/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.6.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.