Líffæragjafir

Þegar gjafalíffæri eru annars vegar eru við Íslendingar ómerkilegir betlarar.  Sumstaðar erlendis er það þannig að allir eru líffæragjafar sem ekki hafa lýst því skriflega yfir að þeir vilji ekki gefa líffæri sín. Hér geta menn tekið þá ákvörðun að gefa líffæri með yfirlýsingu. Hver gerir slíkt? Það eru margfalt fleiri sem væru tilbúnir til þess að verða að gagn ef þeir deyja ungir af slysförum en þeir sem láta sér detta í hug að slíkt geti komið fyrir þá hvað þá heldur að þeir komi því í verk að gera yfirlýsinguna. Jafnvel þó viðkomandi hafi gefið slíka yfirlýsingu geta ættingjar sem eru í losti eftir skyndilegt áfalla neitað slíku.

Annað hvort eigum við að leyfa líffæragjafir og gera ráðstafanir til þess að fleiri gefi sín líffæri eða sleppa því.

Ein aðferðin er sú að allir séu líffæragjafar sem ekki hafa lýst því yfir að þeir séu það ekki eins og áður segir. Einnig er hægt að leggja fyrir menn spurningalista þar sem fyrst er spurt hvort viðkomandi myndi þiggja líffæri ef hann þyrfti á því að halda og væri svarið bindandi þannig að hann geti ekki afturkallað synjun eftir að þörfin kæmi í ljós og síðan væri spurt hvort viðkomandi væri tilbúinn að gefa líffæri. Mjög margir hikuðu við að neita því um aldur og æfi að þiggja líffæri og þá er orðið siðferðilega erfitt fyrir þá að neita að gefa.

Ef hægt verður að nýta eitthvað úr því rotnanlega af mér sálin hefur komið sér á betri stað þá er vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband