29.5.2007 | 13:09
Áfram Ísland
Ég horfði næstum því grátklökkur á mynd sem rithöfundur frá Nýfundnalandi gerði um Ísland og Nýfundnaland.
Myndin var að vísu svolítil áróðursmynd fyrir sjálfstæði Nýfundnalands. Engu að síður hlýtur maður að sjá að hvert land ræður nokkru um gæfu sína. Nýfundnaland afsalaði sér sjálfstæði og hefur verið eins konar ölmusubarn Kanada síðan. Um svipað leyti sögðu við Íslendingar endanlega skilið við Dani og tókum sjálfstæðið í okkar hendur.
Hér er velsæld, velferð og vel menntað fólk. Það er stór hluti íbúa atvinnulaus, ólæsi er algengt og íbúar fá ekki að veiða í kringum eigið land.
Náttúruauðlindir Nýfundnalands eru meiri og fiskimiðin voru auðugri þegar samanburðurinn hófst. Nýfundnaland var framalega í fiskiðnaði og fyrirmynd Íslendinga að einhverju leyti.
Ingibjörg Sólrún kom meðal annarra fram í þessum þætti enda ræddi höfundur myndarinnar aðallega við konur. Aðal munur ríkjanna var sjálfstæði þeirra. Berum við gæfu til að fara ekki í ríkjasamsteypu eins og Nýfundnalendingar eða verðum við hjáleiga í Evrópusambandinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hlustaði á þáttinn (gjörn á að reyna að breyta sjónvarpi í útvarp, til að koma fleiru í verk) og fann líka fyrir þessari óviðráðanlegu tilfinningu, þjóðarstolti. Heyrði reyndar í einum viðmælenda (karlmannsrödd) benda á kosti þess fyrir okkur að vera ekki í ríkjasamsteypu á borð við Evrópusambandið. Mér fannst að þessi rök, sem ég er vissulega sammála, vega sérlega þungt í þessu samhengi, þar sem afleiðingar fullveldisafsalsins leiddu beinlínis til hruns fiskistofnanna, að mati þáttargerðarkonunnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.5.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.