27.5.2007 | 09:33
Til hamingju Ísland.
Það eru margir sem spá því að núverandi stjórn verði miklu meiri hægri stjórn en sú seinasta og þá er nú langt við jafnað. Þá segja menn að Samfylkingin hafi tapað í málefnaslagnum. Ég er þessu algjörlega ósammála. Í málefnasamninginn voru sett mjúku mál Samfylkingar og þau fengu velferðarmálin. Ötull sjálfstæðismaður var settur yfir heilbrigðisráðuneytið og lofar því að leita hagkvæmra leiða í rekstrinum. Það er grunn forsenda velferðar að hún sé rekin eins ódýrt og kostur er án þess að það komi niður á gæðum. Ég hafði að vísu spáð því að Samfylkingin fengi heilbrigðisráðuneytið en krókur á móti því var að færa tryggingamálin yfir í nýtt velferðarráðuneyti.
Ég held aftur á móti að Framsókn sé slíkt kamelljón sem menn segja Samfylkinguna vera. Þeir hafa að vísu færst til hægri seinustu áratugi en breyta sér í vinstri flokk þegar þegar þeir eru í samstarfi við aðra á þeim armi stjórnmálanna.
Það er ómögulegt að segja að Jóhanna Sigurðardóttir sé hægri sinnuð og hvikar hún lítt frá skoðunum sínum t.d. Hún er sett yfir velferðarmálin. Lýsir það ekki ákveðnum vilja forustu Samfylkingar að hvika ekki frá stefnumálunum sínum meir en nauðsynlegt er til að ná sáttum milli ólíkra flokka sem mynda þessa ríkisstjórn.
Þrátt fyrir allt eru stefnumál Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki svo ólík. Vinstri armur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf getað hlaupið yfir á Krata ef því er að skipta. Í báðum flokkum eru armar í öfuga átt þ.e. hægri armur í Sjálfstæðisflokknum og vinstri armur í Samfylkingunni sem vilja meira í sína átt. Ég persónulega tel mig vera í vinstri armi Sjálfstæðisflokksins, við þá gömlu mýkt sem var þegar Ólafur Thors stjórnaði flokknum og ég hélt að væri glötuð eftir stjórn Hannesar Hólmsteins. Geir er víðsýnn maður sem ég trúi að sé tilbúinn að til að sætta þessi sjónarmið innan sjálfstæðisflokksins vitandi að engin velferð er án öflugs atvinnulífs, ekkert öflugt atvinnulíf án frjálsræðis. Það þarf síðan að jafna auðnum lítið eitt þannig að enginn líði skort en þeir ríku fái nægilegt umbun erfiðis sýns til að þeir haldist í landinu, greiði hér skatta og flytji auð sinn ekki úr landi. Ég hef trú að Geir nái þessu gullna meðalvegi.
Til hamingju Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg er þér algerlaga sammála þetta verður bara góð stjórn/Við erum báðir á sömu linu!!!kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 15:05
Hjartanlega sammála þessu!
Egill Rúnar Sigurðsson, 28.5.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.