18.5.2007 | 11:12
Aðeins á færi auðmanna.
Eins og frægt er orðið hvatti Jóhannes Jónsson sem kenndur er við Bónus menn til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar. Hann sagði í leiðinni að full ástæða væri að strika yfir Björn Bjarnason og lái það honum hver sem vill.
Svar Björns var að skrifin dæmdu sig sjálf. Ekki voru kjósendur sammála því. Þá sagði Björn að það væri umhugsunarvert að menn gætu í krafti auðs haft áhrif á kosningar. Eftir upplýsingum sem ég hef fengið á auglýsingastofu Morgunblaðsins er vel viðráðanlegt fyrir meðalmanninn að kaupa eina heilsíðu auglýsingu og ef manni er mikið niðri fyrir gæti meðaltekjumaður auglýst í öllum fjölmiðlum svona einu sinni á ævinni.
Jóhannes hefði geta sett svona 100 200 milljónir í þetta dæmi og haft veruleg áhrif. Þá hefði verið hægt að segja að hann beitti auð sínum í baráttunni. Svar Björns dæmir sig þannig sjálft og sýnir rökþrot hans.
Hitt er einnig á að líta að auglýsingin hefur gefið Birni skálkaskjól. Ég efast um að auglýsingin ein hafi haft þau áhrif að stór hluti kjósenda í hans kjördæmi hafnaði honum. Miklu fremur er að hann sé dæmdur af vafasömum verkum sinum og hrokafull svör hans við gagnrýni á hann um að hann auglýsti ekki störf og skipan góðvina ráðamanna í flokknum í Hæstarétt og fleira og fleira sem hann hefur staðið fyrir hafi gert menn full sadda á honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.