Ingibjörgu fær félags- eða heilbrigðisráðuneytið.

Það fór sem fór með þessar kosningar.

 Geir Haarde blómstraði. Ég er hræddur um að Davíð hefði ekki náð þessum árangri enda voru ekki yfir 60% sem treystu honum vel eins traustið sem Geir hefur.

Áróðurinn var ekki nein loforð, ekki neinar afsakanir. Hann var einfaldur - ef þið treystið mér þá verðið þið að kjósa mig. Ég held að það hafi bara verið gott fyrir Geir að Davíð gagnrýndi hann. Hann hefur náð þessu landsföðurlega yfirbragði sem aðeins bestu foringjar Sjálfstæðisflokksins ná.

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkur 40% flokkur. Hann verður það örugglega ekki í framtíðinni nema ef til vill eftir mjög slæma vinstri stjórn.

Ef við lítum á eðlilegt stjórnarsamstarf þá er það ekki núverandi samstarf. Kjósendur sögðu: "Við viljum að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórn en við viljum ekki Framsókn." Þá eru mögleikarnir rauðu flokkarnir, VG og Samfylking. Hverju lofuðu flokkarnir? Ef við lítum yfir baráttumálin þá sjáum við að það er aðeins áherslu munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Það er hins vegar eðlismunur á milli VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir frelsi og frjálsu framtaki einstaklingsins - einkavæðingu. Vinstri grænir eru í mörgum málum miðstýringarflokkur en vill leyfa smáiðnað svona svipað og var liðinn í gömlu sovétríkjunum. Þeir vilja netlöggu, ríkisrekinn síma o.s.fr. Stóriðjustopp og virkjanastopp er algjörlega á skjön við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin hagaði kosningabaráttunni þannig að ekki yrði lokað fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sögðu að vísu að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi mjúku hlið sína fyrir kosningar og ekki væri mikið á henni byggjandi en  gagnrýni þeirra gagnvart stóriðju beindis meira að því að fara varlegar en að lofa algjöru stoppi. Þannig hefur Samfylkingin lagt grunn að samstarfi til allra átta. Samfylkingin er í raun framsóknarflokkur bæjanna. Þó Framsóknarflokkurinn virðist hafa glatað jafnaðarstefnu sinni síðustu árin er stefna hans meir í líkingu við hægri sveiflu Breska verkamannaflokksins en íhaldsstefna. Hann er hins vegar gamall bændaflokkur og heldur sig að nokkru við það heygarðshornið og því ekki von að bæjarbúar sem hafa kost á öðrum jafnaðarmannaflokki velji Framsókn.

Þó samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar (S-flokkanna) liggi beinast við þá er spurning hvernig einstaklingarnir Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde nái saman. Sættir Ingibjörg sig við að vera ekki í forsæti? Er það vænlegra fyrir flokkinn að vera í ríkisstjórn til árangurs í framtíðinni eða að vera stöðugt í stjórnarandstöðu?

Ingibjörg segist vera í stjórnmálum til þess að hafa áhrif. Það er lítið gagn að vera alltaf í stjórnarandstöðu til að safna atkvæðum. Nú eru til peningar í þjóðfélaginu til þess að taka til hendinni í mörgum mjúkum málum. Sjálfstæðisflokkur segist vera tilbúinn að sýna á sér mýkri hliðar og Ingibjörg er tilbúin í slaginn. Hún er að vísu ekki sætasta stelpan á ballinu en hún gæti gert gagn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Jón! Ef þér finnst Solla ekki vera sætasti flokksformaðurinn, þá ættir þú snarast að endurskoða höfundarupplýsingarnar þínar hérna á blogginu! Bara grín!

Júlíus Valsson, 14.5.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt við erum sko sammála um þetta!!! nyja stjorn án Framsoknar!!!!Kveðja /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband