Lygi eða hvað.

Þið munið hann Nixon sem hrokklaðist frá völdum eftir Watergate hneikslið. Hann missti ekki embættið fyrir að tengjast því heldur fyrir það að ljúga að Bandarísku þjóðinni.

 Bjarni Benidiktsson hefur lýst því yfir að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz hafi fengið ríkisborgararétt eftir rækilega athugun á öllum gögnum málsins og hennar gögn hafi verið sérstök. Hvaða gögn voru það? Hann hlýtur að geta sagt hvaða gögn fylgja almennt slíkum umsóknum. Ég get ekki séð fyrir mér að önnur gögn eigi við en umsóknin með skýringum á ástæðum þess að beðist sé undanþágu og meðmæli. Nú hefur komið í ljós að móðir Jónínu Bjartmarz var meðmælandinn. Það er lítil könnun á gögnum málsins ef ekki er vitað hver var meðmælandinn. Það hefði getað verið marg dæmdur dópinnflutningsmaður.

 Annað tveggja rannsakaði Bjarni ekki gögnin og segir ósatt um þá athugun eða að hann gerði það og vissi um tengslin. Hvort sem er rétt þá segir hann ósatt.

Höfundur er skrásettur í Sjálfstæðisflokkinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Mér finnst þessar ásakanir í garð umhverfisráðherrans vera fyrst og fremst kosningamál af versta tagi.

Samkvæmt úthlutun Allsherjarnefndar hingað til er ekkert athugavert við þennan ríkisborgararétt stúlkunnar.

Ef hún hefði sparkað bolta með afburðatækni þá hefði hún verið sjálfsögð. Hún hefur yfirgefið land sitt, fjölskyldu og nám til að fylgja þessum pilti. Auk þess hefur komið fram að hún er afburða góður námsmaður samkvæmt upplýsinu stövar 2.

Hver hefur leyfi til að ákveða að aðeins þeir sem sparka vel bolta séu þjóðinni til meira gagns en stúlkan frá Gvatemala?

Framangreint mál er ríkissjónvarpinu og ritstjóra þess til háborinnar skammar.

Með kveðju.

Þessar ofsóknir minna helst á "galdraofsóknir eins" og ég hef lýst í mínu bloggi

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Heyr, heyr Jón, hjartanlega sammála þessum pistli.

Egill Rúnar Sigurðsson, 11.5.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er þer algerlega sammál Jón,Framsoknarflokkurin er bara svona og kemst upp með það og partur af okkar mönnum lika!!!!Það er ekki sama Jon og Séra Jón/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.5.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband