Þrír mánuðir skilorðsbundnir.

Það er ekki séð fyrir endan á Baugsmálum svokölluðum. Hæstiréttur á eftir að kveða sinn dóm.

Menn fengu stutta og skilorðsbundna dóma.

Enginn maður má vera  hafin yfir lög. Gestur Jónsson hrl.  sá mæti maður talar um afleiðingar þess að sá sem stjórnar miklu verslunarveldi, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á Bretlandi og víðar skuli dæmdur fyrir refsibrot.

Það er eins og hann geri því skóna að vissir menn, ofurmennin í Íslensku fjarmálalífi séu hafnir yfir lög.

Það er undirstaða þess að frelsið gefi vel af sér fyrir alla að hér sé haldið uppi lögum og reglu og eitt sé látið yfir alla ganga. Þetta kom í ljós þegar vestrænar hagfræðikenningar brustu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Þar vantaði löggæsluna.

Hitt er aftur annað mál hvort aðkoma yfirvalda í þessu máli hafi verið þeim til sóma.

Það eyðilagði trúverðuleika stjórnvalda í upphafi að þáverandi forsætisráðherra landsins lýsti yfir sekt þessara mann. Slít gengur ekki í réttarríki. Málfrelsi felst ekki í því að geta lýst ódæmda menn glæpamenn. Þá verða yfirvöld að gæta þess að þeirra málfrelsi er takmarkað vegna embætta sem þeir gegna og hvorki Davíð Oddsson né Ólafur Regnar hafa getað klætt sig úr embættinu svona í frítímum.

Þegar öll kurl eru komin til grafar og pólitíkin kólnar og sagnfræðin tekur við verður vonandi hægt að draga lærdóm af þessu máli. Við hefðum líka þurft að draga lærdóm af Hafskipsmálum og Geirfinnsmálum og öðrum málum þar sem annarlegir þættir geta hafa haft áhrif en við lærum aldrei af mistökum okkar Íslendingar. Þess vegna erum við svona lítt kröfuhörð á stjórnmálamenn í samanburði við siðaðar þjóðir.


mbl.is Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Mér er alveg fyrirmunað að geta skilið Baugsmálið sem venjuleg manneskja úti í bæ. Það sem mér finnst standa eftir er hvað þessi málaferli tóku langa tíma. Traust mitt á dómskerfinu hefur boðið hnekki fyrir vandræðagang og seinagang.

Auðvitað verður að dæma þá sem brjóta lög en einhvern vegin man ég ekki eftir svona löngum málaferlum eða viðeigandi yfirlýsingum frá fjölmiðlum sitt á hvað,sem erfitt er fyrir almenning að skilja.

Sammála þér um að íhlutun forsætisráðherra og forsetans var ekki til góðs í þessu hræðilega langa máli sem ekki sér fyrir endann á ennþá.

Samt verslum við í Bónus vegna þess að þar eru oftast bestu kjörin fyrir heimilin í landinu, það skilur almenningur mjög vel.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.5.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband