Viðtal við dr. Sigríði Dúnu á RUV 12. júlí

Í nýlegu viðtali við dr. Sigríði Dúnu Kristjánsdóttur um baráttu kvenna kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar telur að hver einstaklingur eigi að njóta hæfileika sinna og fulls jafnréttis óháð kyni, þar með talið að njóta jafnra launa fyrir sama vinnuframlag.

Dr. Sigríður segist vera femínisti og jafnréttissinni.Það fer ekki saman. Femínistar berjast ekki fyrir jafnrétti heldur jöfnum rétti fyrir kvennfólk á tilgreindum sviðum þar sem á þær hefur hallað.  Munurinn er sá að á bæði kynin hallar en ekki á svömu sviðum. Með því að leiðrétta hallann gagnvart öðru kyninu án þess að takast á við hitt þá fer að halla meira á karla. Dr. Sigríður taldi að karlar mættu hafa skoðanir. Æskilegt væri hins vegar að þeir tileinkuðu sér þessa hallahugsun fyrst.

Dr. Sigríður fjallaði um sögu kvenna og m.a brautryðjendur í kvenabaráttu. Eins og flestum er kunnugt þá hafa söguskýringar fyrri alda miðast við hetjurnar og yfirstéttina en ekki almúgann, grasrótina sem stuðlaði að framförum og gerði þær mögulegar. Þetta sagði dr. Sigríður að væru „karllæg gildi“, og mátti skilja á henni að væru ekki að hennar skapi. Ég veit ekki hvað orðið „karllægt“ þýðir. Ég googlaði það og komst að því að orðið er notað sem skammaryrði í nokkrum greinum femínista. Það sem þær telja að miður hafi farið í fortíð sé karllægt og þá væntanlega eingöngu körlum að kenna.

Eins og ég skil orðið þá er karllægt eitthvað sem byggist á eðli karlmanna. Jafnframt sagði dr. Sigríður að eingöngu karlar hefðu mótað samfélagið þangað til femínistar fóru að hafa áhrif.

Á hvaða rannsóknum byggir fræðimaðurinn dr. Sigríður þessar fullyrðingar. Eru rannsóknir sem sýna að konur vilji ekki hampa hetjum en allir karlar vilji það. Voru það karlar sem hömpuðu kvenfrelsishetjunum eða var sú saga ekki síður skrifuð af konum? Hvaða rétt hefur dr. Sigríður eða aðrir femínistar að skilgreina karlmenn þannig. Eins og áður segir hélt dr. Sigríður því fram að fyrir upphaf kvenfrelsisbaráttunnar hafi þjóðfélagið verið eingöngu mótað af karlmönnum. Það er ekki aðeins fáránlegt heldur einnig algjör niðurlæging fyrir kvenfólk fyrri tíma sem ól upp kynslóðir karla og kvena.  Í einni femínistagreininni segir svo: „Forræði karllægra gilda með gróðasjónarmið, fífldirfsku og eiginhagsmunasemi að leiðarljósi, verður að linna, segir í ályktun Femínistafélags Íslands, vegna stöðunnar í íslenskum efnahagsmálum.“ Femínistar eru með þessu að halda fram að karlar einir vilji hagnað þ.e gróðasjónarmið, séu óvarkári og hugsi bara um sjálfa sig. Ef ég segði eitthvað sambærilegt um kvenfólk, lýsti því sem einhverjum steríotýpum með svo neikvæðum hætti þá yrði uppi fótur og fit. Ég lýsi þessa umræðu sem hreinu ofbeldi gagnvart ungum drengjum sem eru að móta sér sjálfsmynd. Upphaflega þá fjallaði réttindabarátta kvenna um misréttiið sem var til staðar án þess að í því væri fólgin niðurlæging fyrir karla. Nú þegar flestum markmiðum baráttunnar er náð þarf að ná lengra, niðurlægja karla til þess að ná meiri rétti en þeir hafa. Einelti er einnig valdabarátta þar sem sá veikari notar niðurlægjandi ummæli eða hegðun til að breyta valdastöðunni. Slík niðurlægjandi hegðun er ofbeldi sem er verra en barsmíðar. Þær aðferðir eru þá væntanlega kvenlæg gildi sem taka eigi við hinum karllægu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband