2.3.2007 | 01:48
Björgum heiminum
Umhverfissinnar eru margir uppteknir af einum litlum drullupolli þegar allt vatnið er að mengast. Tökum sem dæmi að berjast hatramri baráttu og virkja helstu áhrifamenn í þjóðfélaginu til að berjast gegn því að fáeinum hvölum sé slátrað þegar allt lífríkið er í hættu vegna mengunar. Það að taka á vandamálunum er of stórt og því er ráðist á einhverjar smá misfellur og þær helst sem eru í annarra garði. Þú villt ekki vera hataður heima hjá þér. (Þess vegna dáist ég af hvalaverndunarsinnunum íslensku).
Við getum verið á móti virkjunum í Þjórsá eða við Kárahnjúka. Ég er hvorki með ná á móti virkjunum. Ef þær eru notaðar rétt þá geta þær verið uppspretta mengunarlausrar eða -lítillrar orku sem kemur á móti notkun á þeim orkugjöfum sem eru að bylta öllu lífríki jarðar með því að valda ófyrirsjáanlegum hitabreytingum. Það er ljóst að við slíkar hamfarir eiga fjöldi tegunda eftir að líða undir lok.
Ég er talsmaður mengunarskatts. Ekki til þess að auka tekjur ríkisins heldur til þess að flytja fé á milli: - til þeirrar starfsemi sem er umhverfisvæn og frá þeirri mengandi. Ef hver og einn greiðir t.d. af eldsneytiskaupum sínum fyrir ræktun trjáa sem binda mengunina þá eykst með þvi atvinna í sveitum án þess að um beina ríkisstyrki sé að ræða. Olíufélögin gætu boðið út ræktunina. Vottunarstofur staðfesta að landið sem rækta á sé staðsett þannig að nægur vöxtur verði á trjágróðri þar og fylgjast síðan með vextinum og mæla þannig bindinguna.
Að sjálfsögðu yrði að koma upp heilmiklu eftirliti en það er svo sem ekkert örðuvísi en með annarri skattlagningu. Peningarnir ættu samt helst ekki að blandast í ríkiskassann.
Ég er talsmaður þess að Íslendingar reyni að vera í fararbroddi í þessum efnum. Því hefur verið haldið fram að þeir sem riðja brautina græða að lokum vegna sölu á þeirri tækni sem til verður. Evrópa er í startholunum Bandaríkin draga lappirnar. Þó við séum aðeins agnarsmá í stórum heimi þá hefur íslenskt efnahagslíf sýnt að það er sveigjanlegt og fljótt að bregðast við - jafnvel yfirburðargott að þessu leyti.
Ef við tökum upp stefnu sem er umhverfisvæn á heimsvísu, þá getum við ná yfirburðarstöðu á einstökum sviðum umhverfisþróunar sem gæti átt eftir að skapa hér mikinn auð.
Í stað þess að deila um einstaka fossa eða jarðhitasvæði þá ættum við að kortleggja möguleikana sem eru sýnilegir í augnablikinu, gera hressilega áætlun um nýtingu þeirra í umhverfisvæn verkefni (sem álframleiðsla getur verið) og forgangsraða virkjunarkostunum þar sem þjóðin fær að sjá möguleikana, fórnarkostnað og vinningsmöguleika. Sérfræðingar verði fengnir til að meta fjárhagsleg og umhverfisleg áhrif og þjóðin látin velja.
Við erum með sterka menn á báðum endum - virkjunarsinna og umhverfissinna. Náum sæmilegri sátt.
En í öllu falli gerum eitthvað róttækt strax.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:38 | Facebook
Athugasemdir
Eg hefið ekki getað sagt þetta betur/Góð grein og þarfleg umræða/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 2.3.2007 kl. 14:28
Góður punktur hjá þér, Það þarf að horfa á þessi mál heildstætt, ekki einblína á einhver einstök atriði heldur hvað kemur best út fyrir heildina
Helgi Jónsson, 2.3.2007 kl. 16:03
Já þetta er góð lesning. Íslendingar geta haft mikið að segja, þó ekki séum við mannmörg. Málið er sennilega að fleiri fá hlutfallslega að tala en annars staðar, málfrelsið hefur nefnilega (að mínu mati) stærsta sessinn í að bæta lífið á landinu.
Kom við á ákveðinni skrifstofu í dag. Maður spurði mig hvaðan ég væri og sagðist ég vera Íslendingur. Hann vissi heilmikið um landið, m.a. að lífskjörin væru með því besta í heiminum og að fólk væri mjög áræðið á eyjunni í ballarhafi.
Ólafur Þórðarson, 9.3.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.