Strætó hvað

 

Það vakti athygli mína i frétt um svifriksmengun að ekki var minnst á nagladekkin. Það er sagt að maður eigi að aka minna og taka strætó. Auðvelt – 10 km ferð með strætó kostar vel á þriðja hundrað krónur. Breytilegur kostnaður vegna slíkra ferðar með einkabíl er á.a.g. 90 kr. Ef ég á einkabíl þá kostar það þrefallt meira að fara með strætó en mínum bíl. Þar að auki tekur ferðin mun lengri tíma með strætó og ég þarf að ganga marga kílómetra áður en ég kemst á stoppustöðina. (Miðað við einstakling sem býr út á Arnarnesi sem dæmi.) Ég get þurft að taka marga strætisvagna sem geta verið of seinir þannig að ég missi af næstu leið. Þá er strætó stundum of fljótur og það þarf að bíða í 20 mínútur eftir næsta vagni o.s. fr.

Þá er skipulag hverfa og þjónustu þannig háttað að ekki er hægt að komast af án einkabíls. Það eru ákaflega fáir sem borga svo mikið fé fyrir að vera umhverfisvænir vitandi af því að þeir taka bara meira inn í sig af menguninni sem hinir spúa út.


Strætó er ekkert að bjóða þjónustu sem er ásættanlegt fyrir venjulegt fólk.


Svona rugl gengur ekki. Menn verða að horfast í augu við staðreyndir málsins og taka ákvarðanir í samræmi við það.


Ein leið gegn svifriksmengun er að þvo allar götur oft á dag. Þá má gera það kleift að ferðast um án nagla. Hreinslun gatna er ekki nærri nógu góð til þess.


Ef fara á út í þetta strætó dæmi verður að dæla í það nokkrum milljörðum. Það verður að hafa ókeypis í strætó. Gera sérleiðir fyrir vagnana með göngum undir helstu þveranir á leiðum þeirra. Þá mætti hafa litla bíla í því að fara um hverfin og safna farþegum í stofnleiðirnar eða keyra þeim innan hverfis.


Þá verður að gera raunverulegt átak í að þétta byggð. Þegar R-listatalsmaður svaraði fyrir skipulag undir Hlíðarfæti og var spurður af hverju byggðin væri ekki þéttari þá svaraði hann því til að byggðin hefði verið þétt í Skuggahverfinu og það átak var þvi búið. Svoleiðis gengur ekki. Þá verður borgarstjóri að standa við kosningaloforðið um að foreldrar fengju pössun og þjónustu fyrir börn sín nálægt heimili sínu.


Það er fjöldi möguleika. Það þýðir ekki að leysa málið með einhverri skírskotun til almnnings. Stjórnvöld verða að gera eitthvað sjálf.


mbl.is Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryptophan

Algjörlega sammála þér. Ég er menntaskólanemi og ég tek strætó í og úr skóla á hverjum degi, þó ég vildi gjarnan hafa bíl, af þeim ástæðum sem þú nefnir.

Það er alveg ótrúlega leiðinlegur og þreyttur tvískinnungsháttur hjá þeim sem ákveða þetta að vera annarsvegar að 'þvinga' fólk til að minnka notkun bíla (með fækkun bílastæða í borginni og auknum gjöldum) en hinsvegar koma í veg fyrir notkun almenningssamgangna.
Er enginn stjórnmálaflokkur núna sem hefur hug á að breyta þessu?

Tryptophan, 26.2.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Mér finnst þú ekki reikna kostnaðinn vegna einkabílsins háan. Gleymirðu því nokkuð að þú þarft að reikna dekkjaslit, smurolíuskipti, viðhald á bílnum og fleira inn í dæmið? Tryggingar og skatta þarf að borga hvort sem þú notar bílinn eða ekki. Þannig að ef það kostar þig ekki nema 90 kr að aka 10km leið þá hlýtur þú að vera á mjög sparneytnum bíl. Hins vegar er ég sammála þér um það að fargjöld með almenningssamgöngum á Íslandi er allt of hátt, hvort sem er strætó, rútur eða flug. Það að það sé ódýrara fyrir einn mann að aka milli Egilsstaða og Reykjavíkur en að fljúga er með ólíkindum. Eins borgar sig ekki fyrir fólk að fara með rútu milli Selfoss og Reykjavíkur, það kostar svipað að fara á einkabíl á milli þó menn ferðist einir.

Helgi Jónsson, 26.2.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ef til vill hef ég tekið of lítið tillit til dekkjaslits. Ég bar þetta undir sérfræðing sem segir að svona helmingur af breytilega kostnaðnum sé bensín. Gerum ráð fyrir að bifreið eyði 7 á hundaði eða 0,7 á 10 km leið. Það verður þá 1,4 með dekkjaslíti. 1,4X108 = 151,2  kr. Enn langt undir strætóverði. Og bæði Príusinn minn og Yarisinn eyða minnu.

Jón Sigurgeirsson , 26.2.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitða a´að byrja að þetta þetta net Sræto og hafa svo fritt i Stræto /Fyrr veður ekki malið leist!!!Halli er bilvænn maður og ekki a´moti R Eikkabilum eins og vinsri menn virðat vera það bua ekki allir i 101/En þetta er numer 1 að gera þetta/Hveðja og þakka þarfa grein /Halli Gamli xd

Haraldur Haraldsson, 27.2.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband