Hlutleysið lifi

Það kemur fyrir þegar ég opna útvarpið að ég lendi inn í miðjum þætti sem ég gjarnan vildi heyrt hafa frá byrjun. Þannig var það þegar ég heyrði á máli eins viðmælanda sem greinilega  hafði menntað sig í Bandaríkjunum um málefnið að íslenskar fréttir endurspegluðu of mikið sjónarmið þeirra sem hefðu hagsmuni að gæta. T.d. er óeðlilegt að rektor Háskóla Íslands stjórni umræðunni um HÍ. Mér datt þetta í hug þegar ég sá þessa frétt sem greinilega er öpuð eftir einhverjum sem eru sérstaklega hliðhollir Ísrael. Það eru saklausir Ísraelskir hermenn sem eltast við herskáa Palestínumenn. Svona er Ísland í dag.


mbl.is Ísraelskir hermenn leita herskárra Palestínumanna í Nablus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband