Vandlætingarmenn.

Það er margt mannanna bölið. Nú eru allir stjórnmálaflokkar á móti klámi!

Ekki ætla ég að draga úr því að klám hefur sínar skuggahliðar og hef ég ekki þekkingu á að meta hversu mikill hluti þess hefur þá hlið.

 Það eru gefin út rit og seld hér í blöðum af nöktu fólki. Við höfum heyrt dæmi um það að ungstirni á framabraut auglýsi "söluvöru" sína þ.e. útlítið á þennan hátt til að eiga von í harðri baráttu um athygli heimsins. Þær hafa svo sumar orðið frægar og vilja óðar og uppvægar þagga niður í þessari fortíð sinni.

 Í umræðunni hefur það virst að franleiðendur slíks efnis séu barnaníðingar og perrar sem versli með kvennfólk eins og þræla sem er neytt í þessa iðju.

 Ég ætla ekki að efa það að það sé til.

Jóna Ingibjör Jónsdóttir hefur frætt landann um kynlíf um ára raðir og reynir hún hér á blogginu  jonaingibjorg.blog.is að færa umræðuna á vitlegt plan.

Við leyfum ýmislegt sem hefur sínar skugga hliðar af því að megin þorri þeirra sem tekur þátt, annað hvort veitendur eða neytendur gera það þannig að það skaðar engann.

Ég er viss um að Villhjálmur borgarstjóri hefur skoðað erótískar myndir sem flokkuðust undir klám fyrir nokkrum árum.

Ég man ekki hvort það var Ford eða Carter forsetar Bandaríkjanna sem viðurkenndi að klæða konur úr í huganum þegar honum leist á þær. Öll bandaríska þjóðin ætlaði af göflum að ganga út af þessu. Þau 50% þe. karlmennirnir sem allir gerðu þetta meira eða minna (nema þeir sem klæddu karlmenn úr í huganum) þorðu ekki öðru en hneikslast.

Klám á ekki að vera hömlulaust. Við verðum að gæta þess að misbjóða ekki bligðunarkennd barna með því t.d. hvað þá heldur þegar framleiðslan byggist á þrælahaldi eða sölu, ofbeldi eða og barnaníð.

Við þurfum að uppfræða börnin okkar um ástina og samskipti kynjanna, hættu sem geta verið í kynlífi og þeirri vá em stafar af brenglun einstaklinga og viðbrögð við slíku. Við þurfum aldurstengt efni handa foreldrum. Ég segi aldurstengt þ.e. við dembum ekki fræðslu sem hæfir unglingi yfir ungabarn.  

Við höfum ef til vill nægja fræðslu um mekaník og líffræði. Við þurfum að ræða tilfinningar virðingu  og samskipti byggð á vináttu og jafnrétti. Við þurfum að leiða börnum okkar fyrir sjónir hvað vinnst með slíku á móti tjáskiptum sem þetta skortir.

Við þurfum að koma í veg fyrir alla misnotkun einstaklinga hvað þá heldur þrælahald.

En í öllu falli verðum við að vera hrein og bein. Ekki segja eitt og hugsa annað af því það er pólutískt "rétt". Þá dettur mér helst í huga "Nýju fötin keisarans."

Að banna einhverjum tölvunördum sem halda utan um löglegar heimasíður sem eru engu svæsnari en bleikt og blátt og ætluðu barast í blaá lónið er svolítið falskt. Við létum aðrar reglur gilda um útlendinga en okkur sjálf - Það er ekki gott hvað sem kláminu víðvíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég tel þetta spurningu um kjark og þor manna til þess að taka ákvarðanir er varða siðferðisvitund eins samfélags á grundvelli annars en markaðslögmála eingöngu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst að það ætti að gefa hashreykingar frjálsar, af því Clinton (eða var það annars ekki hann?) og fleiri hafa viðurkennt að hafa prófað það þegar þeir voru táningar. Mér finnst að við ættum að hætta að banna klám á Íslandi, vegna þess að Villi skoðaði örugglega klámblöð þegar hann var strákur. O.s.frv. ....

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er eins með siðferðisvitundina og klámið að það er loðið og teygjanlegt.

Jón Sigurgeirsson , 26.2.2007 kl. 01:16

4 identicon

Sælir ágætu stjórnmálamenn  Að undanförnu hafa kjörnir fulltrúar okkar tekið þátt í því að úthrópa útlendinga, sem eru frjálsir ferða sinna í öðrum löndum hins vestræna heims og tekið undir öldu "fordómavæðingar" í íslensku samfélagi. Allt í einu er frelsið lagt á hilluna og hópi fólks sem vill heimsækja okkar land útskúfað af stjórnmálamönnum. Allir stimplaðir sem barnaíðingar, kynferðisglæpamenn og stundandi mansal. Lögreglan ekki látin ein um að meta hvort ástæða sé til að taka á "meintum" brotamönnum, ef þeir eru þá í hópnum, heldur hoppað með í "fordómavæðinguna".  Hvernig getur það átt sér stað í okkar annars ágæta lýðveldi að fulltrúar allra flokka fari með sömu þuluna. Þegar ekki er lengur að finna mun á D, B, S, F og VG sé ég ekki lengur til hvers ég ætti yfir höfuð að kjósa einhvern þessara flokka. Menn geta mótmælt klámi, Ísrael, Falun Gong, Bandaríkjunum, Kína, Svíþjóð og hverju einu sem þá listir en stjórnmálamenn eiga að stíga varlega til jarðar - Alltaf.  Þeir eiga að passa að gæta hófs í allri nálgun sinni og við yfirlýsingar.  Ef okkar kjörnu fulltrúar ætla ekki að koma frelsinu til varnar þá er illt í efni.  Frelsi er æðst allra gilda og það má alldrei skerða nema brýna nauðsyn beri til. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á í hverju þeir hafa tekið þátt og það áður en aftur kemur upp "sambærilegt" málefni í samfélaginu. Að síðustu kæru stjórnmálamenn virðið orð John Stuarts Mill sem sagði: 

"Einstaklingurinn beri aðeins ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaði hagsmuni annarra, en ekki þeim sem varða aðeins hann sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru fólki heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklingsins nema í sjálfsvörn. En það er ekki fyrst og fremst ríkisvaldið sem Mill beinir gagnrýni sinni að, heldur alræði meirihlutans, hin oft og tíðum þögla skoðanakúgun sem leitast við að steypa alla í sama mót og heftir þannig þroska einstaklingsins. Það er samfélaginu nauðsynlegt að meðlimir þess búi við hugsana- og málfrelsi og fái að þroskast í fjölbreytileika sínum til þess að allar skoðanir fái færi á að njóta sín, því það er aðeins í rökræðunni sem ljóst verður hvort skoðun sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú skoðun sem við aðhyllumst ekki einlæg og hjartfólgin sannfæring, sem ræður breytni okkar, fyrr en við höfum tekist á við gagnrýni og efasemdaraddir."

 kveðjaSveinn V. Ólafsson

Sveinn V.Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband