Synjunarvald Forseta Íslands

Stjórnskipun Íslands er mótuð af árhundruða baráttu og mótun  og hugmyndafræði erlendra andans manna sem lögðu undirstöðuna fyrir vestrænt lýðræði og þingræði.  Eitt ákvæði settu Íslendingar inn í stjórnarskrána sem er á skjön við það sem annars staðar þekkist, það er synjunarvald forseta. Einn ágætur bloggvinur minn sem taldi að forsetinn hefði þetta vald sagði: “En sama hvað menn segja þá er það a.m.k. skoðun meirihluta þjóðarinnar að Forsetinn hafi þetta synjunarvald og fulla heimild til að beita því með þeim hætti sem hann gerði og við breytingu á stjórnarskrá verður aldrei sátt um annað” sjá: http://egillrunar.blog.is/blog/egillrunar/entry/127168/?t=1172083424#comments Þetta er öldungis rétt.  Skilningur þeirra sem töldu að forsetinn hefði ekki synjunarvald getur aðeins átt við að hægt sé að koma í veg fyrir að forsetinn beiti þessu ákvæði.  Barátta þings og þjóðhöfðingja byggjast á því að þingið getur nánast gert land stjórnlaust ef þjóðhöfðinginn fer ekki að vilja þess. Um þetta er dæmi frá Danmörku um mót 19 aldar og hinnar 20stu, og hinu að konungur er ekki kjörinn heldur er ætt hans valin og röng hegðun hans kippir fótum undan ættingjum hans og afkomendum.  Ef ríkisstjórnin hefði sagt af sér og beitt fyrir sig einhvers konar stjórnarkreppu efir synjun forseta á að undirrita fjölmiðlalögin hefði hann geta skipað utanþingsstjórn. Ef þingið hefði hins vegar lýst vantrausti á þá stjórn hefði hún eftir sem áður starfað sem starfsstjórn þar til þingið myndaði stjórn. Starfstjórninni hefði verið heimilt að fullnægja skyldunni að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu því hún er stjórnarskrárbundin.  Það er ekki hægt að stefna forseta því hann er ábyrgðarlaus í embættisathöfnum sínum og því vandséð hvernig hægt er að koma í veg fyrir það að forseti beiti þessu valdi.  Ekki er hægt að höfða til almennings því hann vill að þessi heimild sé í stjórnarskrá.  Gallinn við þann skilning á stjórnarskránni sem er hætt við að verði ofaná hér á landi er að forseti er ábyrgðarlaus. Ég tel að það þurfi að hugsa málið í heild og breyta stjórnarskránni þannig að forseti sé aðeins ábyrgðarlaus varðandi þær beitingar valdsins sem eru táknrænar.  Þannig er eðlilegt að forseti verið að víkja ef hann verður undir í baráttu við þingið. Þá gætu verið ákvæði um undirskriftir svo sem 10.000 manna sem hvettu forseta áður en hann synjaði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað höfum við ekkert vit á þessu svona Amatörar eins og eg, en svona án Lagabókstafar fynnst mer að hann eoigi að hafa þetta vald að neita að skrifa undir lög sem meirihluti þjóarinnar  er á móti ,eða svona horfir þetta við leikmanni/Eg segji lika frá minum bæjardyrum að Forsetin á að hafa meira völd!!!!Kveðja halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Kæri Haraldur.

Lögfræðin snýst um vilja. Ekki vilja lögfræðinga heldur vilja fólksins eins og hann er endurspeglaður af kjörnum fulltrúum þeirra

Þaö er hins vegar lögfræðinga að búa til reglur sem samræmast vilja fólk og eru ekki á skjön hver við aðra og skýra það fyrir almenningi hvers vegna. Ef forsetinn á að hafa mikil völd þá verður að hugsa alla stjórnskipunina upp á nýtt.

 Þakka athugasemdina.

Jón Sigurgeirsson , 23.2.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband