ER mogginn sorpblað?

 

Á mbl.is er frétt um framburð manns sem misþyrmti dóttur sinni kynferðislega. Framburðurinn er ekki síður sjúkur en hegðun hans eins ógeðsleg sem hún er og ætla ég ekki að fjalla um hana.

Mér finnst miður að mbl.is skuli vera að fjalla á þennan hátt um slíkan hrylling.

Ég talaði við mann sem er fæddur 1921 um ýmislegt m.a. um það að hann hafi misst tvær dætur sínar úr krabba. Hann sagði að enginn lífsreynsla sem hann hafði upplifað væri verri en sú að missa barnið sitt og hann hafði gert það tvisvar.

 Ég hugsaði til þess hvernig ég bryggðist við ef ég missti annan tveggja drengja sem ég á og nú eru fullorðnir menn. Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda.

Ég held að það séu eðlilegar og heilbrigðar tilfinningar, væntumþykja gagnvart sínum. Þegar menn geta misþyrmt börnum sínum eins og þessi frétt segir frá þá hljóta menn að vera svo brenglaðir að það teljist sjúkt. Ef menn eru með svo sjúkt geðslag og hafa engar tilfinningar fyrir tilfinningum annarra getum við haft þá í þjóðfélaginu?

 Er réttlætanlegt að við látum menn sem rústa lífi annarra til frambúðar nánast drepa menn andlega  ganga lausa?

Þegar rætt er um þessi mál þá er rætt um þau af hefndarhug. Slíkt hefur ekkert upp á sig. Aðalatriðið er að verja þjóðfélagið fyrir mönnum sem eru gangandi tímasprengjur. Þar er ekki rætt um sök eins og reglur um sóttvarnir eru t.d. dæmi um.

Ég ætla ekki að fjalla nákvæmlega um hvað menn þurfa að hafa gengið í gengum áður en þeir teljast hafa fyrirgert rétti til að búa eftirlitslaust í þjóðfélaginu. Við höfum dæmi um menn sem hafa gert það og allir eru sammála  um það. Hvar mörkin eru veit ég ekki. Hins vegar verður þjóðfélagið að verja sig. Það verður að kosta fé til að gera það. Þar sem ég get ekki fallist á það að slíkan viðbjóð geri heilbrigðir menn þá finnst mér vel koma til greina að gera líf þessara manna eins gott og hægt er mv. að þeir séu undir stöðugu eftirliti og komið í veg fyrir að þeir endurtaki brot sín.

 

Eftirlitið má hafa með stöðugum heimsóknum, rafrænni gæslu eða öryggisgæslu eins og ósakhæfir fá. Barast að þeir fremji ekki fleiri brot.


mbl.is Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Athyglisverð góð hugmynd. Mér var einu sinni sagt það af manni sem hafði verið í fangelsi að þeir sem hefðu framið kynferðislegt ofbeldi og eru í fangelsi séu fyrirlitnir af samföngum sínum, væru á neðsta þrepi sem fangar.

Mér verður hugsað til sjúks manns sem ég kyntist á spítlala fyrir mörgum árum. Var nýkominn inn á deildina og fékk það hlutverk að fylgja þessum manni í ýmsar rannsóknir og til að reykja því hann var mjög óstyrkur.

Bæði faglegt -og ólært fólk á deildinni hryllti mjög við þessum manni og þótti góða lausn að láta nýja starfsmanninn sjá um hann. Hugsaði ekkert meira út í aðstæður.

Það var ekki bara að þessu umræddi maður væri líkamlega búin heldur var hann mjög illa á sig kominn andlega. Augun voru brostin, það var eins og hann horfði ekki á neitt og erfitt að ná sambandi við hann. Eitt sinn gleymdi hann sígrettupakkanum sínum og ég fór upp og sótti hann.

Þegar ég kom til baka brosti hann og sagði: Veistu hvað ég gerði"  "Nei," svaraði ég. " Ég myrti konuna mína."

Hann sagði mér síðan að hann kæmi úr fangelsi og væri til lækninga. Það var svo undarlegt að ég gat ekki fundið til reiði í garð þessa manns. Hann var svo átakanleg hryggðarmynd ,að það hefur aldrei liðið mér úr minni. Hann spurði mig síðan hvort ég myndi fylgja sér á morgun og sagði ég já við því. Ég er ekkert sérstaklega góð manneskja en þarna upplifði ég að sjá mann sem svo sannarlega hafði tekið út hegningu sína.

Kynferðisafbrotamenn ættu að vera undir eftirliti eins og þú leggur til. Það bætir ekki úr skák að þeir njóti ekki lágmarks mannréttinda meðan þeir taka út refsingu sína.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.2.2007 kl. 06:16

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú spyrð: Er Mogginn sorpblað?

Ég skil ekki þessa spurningu - því skyldi Mogginn ekki birta þessa frétt, eins og hverja aðra? Ég fæ ekki betur séð en að fjallað sé um málið á hlutlausan hátt.

Er þá RÚV líka sopsjónvarpsstöð, en þar var þessi sama frétt einnig, með viðtali við verjanda mannsins sem tjáði sig ánægðan með dóminn, þar sem fyrir hefði legið full játning sakbornings:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338010/3

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband