Er forsetinn orðinn sjúkur?

 

Yfirlýsingar forsetans um að hann sé þjóðkjörinn og geti því gert það sem honum sýnist benda til þess að forsetinn gangi ekki heill til skógar.

Forseti Íslands hefur sýnt með akademískum árangri að hann hefur námsgáfur og rökgreind. Yfirlýsingar hans bera vott um algjöran skort á dómgreind.

Eins og ég hef sagt  og hef eftir færustu stjórnlagafræðingum á lýðveldistíma Íslands  þá er forseti íslands nánast algjörlega valdalaus. Hann er ábyrgðarlaus og ber ráðherra ábyrgð á gerðum hans skv. ákvæðum stjórnarskrár. Þegar af þessum ástæðum sýnir það hreina bilun að halda því fram að forseta sé frjálst að haga sér eins og honum sýnist og þurfi ekki að fara að stefnumótun ríkisstjórnar og Alþingis.   Hann heldur því fram að hann geti framkvæmt mikilvæga hluti t.d. tekið þátt í pólitískum ráðum án samráðs við ráðherra sem svo ber ábyrgðina. Hann ruglar saman völdum forseta í þingræðisríkjum og ríkjum með ríkara forsetavald.

Forseti skipar ráðherra. Hann verður að gera það í samræmi við þingræðið. Hann verður þar að gera eins og honum er sagt.   Svo er líka með allar aðrar gerðir hans.
 
Það er eðlilega algjörlega út í hött að forseti geti haft sjálfstæða utanríkisstefnu.  Slíkt myndi einfaldlega ekki ganga upp.


Forsetinn er aðeins kosinn kóngur. Engar breytingar voru gerðar á embættinu    þegar við skiptum út danakonungi fyrir forseta Heimildir hans eru nákvæmlega þær sem konungur hefur í þingræðislandi þ.e. nánast engar og jafnvel er stjórnarskrártextinn takmarkaðri fyrir forseta en voru um konung.  Einu sjálfstæðu heimildirnar sem hann hefur er rétturinn til að velja forystumann þingflokks til að vinna að stjórnarmyndun. Ef hann gerir það ekki rétt og flokkar sem hann hefur ekki tilnefnt mynda stjórn getur hann ekkert gert annað en að fallast á þá gerð og skipað þá ráðherra. Hann getur einnig skipað utanþingsstjórn ef þingið getur ekki myndað stjórn en sú stjórn er háð þinginu og geri hann það í andstöðu við vilja þingsing fellir þingið stjórnina með vantrausti og gerðir hans eru þar með orðnar að engu. Flestir stjórnlagafræðingar hafa talið að neitunarvald forseta sé ekki sjálfstætt og synjun forseta á því að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi verið stjórnarskrárbrot.

Tilvísun forsetans í það að hann sé þjóðkjörinn og að það gefi honum einhverjar heimildir eru út í hött. Hann var kosinn til valdalauss embættis og hefur fengið þær heimildir og aðeins þær heimildir frá þjóðinni. Hann hefur þegar farið út fyrir þær heimildir. Hann hefur reynt að nota virðingu sem embættið nýtur til að blekkja þjóðina og telja henni trú um að hann hafi einhver völd í því augnarmiði að halda uppi sjálfstæðri “vara rikisstjórn” með synjunarvaldi og sjálfstæðri utanríkisstefnu. Þetta gerir ekki maður með fullu viti.


Hann á að vera sameiningartákn Íslensku þjóðarinnar.  Hafinn yfir gagnrýni en ekki brjóta stjórnarskrá og villa um fyrir þjóðinni í stjórnskipulegu tillit.

Það ættu allir flokkar að sameinast um það að verja stjórnarskrána og lýðræðið og setja forsetann af. Það er minningu hans best að hann verði ekki dæmdur af sjúklegri hegðun í enda starfsferils síns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Forsetin sagði aldgrei að hann gæti gert það sem honum sýnist! Ólafur veit hvað hann er að segja sem fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor og sérfræðingur í stjórnlagafræðum.  Ég stundaði bæði nám hjá Sigurði Líndal í lagadeild og síðar Ólafi Þ. Harðarsyni og Svani Kristjánssyni. Allir kenndu þeir túlkun Ólafs meðferð synjunarvalds og valdsviði forsetans alment, sem eru ekki mikil  fyrir utan það að vera öryggisventill fyrir almenning, ef gjá myndast milli þings og þjóðar.  Ég hlít að furða mig á svona ummælum frá lögmanni!

Egill Rúnar Sigurðsson, 19.2.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ástæðan fyrir því að flestir en ekki alveg allir fræðimenn töldu óheimillt fyrir forseta að beita neitunarvaldi voru þessar:

 Við lagatúlkun verður að líta til sögu ákvæðis. Það einkennir stjórnarskrár þingræðislanda að æðstu menn þjóðanna - yfirleitt konungar - hafa mikil völd samkvæmt orðanna hljóðann en fyrir baráttu fyrir þingræði er það talin viðurkennd stjórnlagavenja að völdin eru aðeins táknræn.

 Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins er orðrétt sú sama og stjórnarskrá konungsríkisins Ísland með smá breytingum þar sem orðið konungur víkur fyrir forseta og hann er þjóðkjörinn í stað erfðaákvæða. Við gerð stjórnarskrárinnar þá óttuðust menn að Sveinn Björnsson sem hafði verið Pólitíkus mundi misskilja ákvæði um neitunarvald sem hafði verið í eldri stjórnarskrá og var aðeins táknrænt skv. ofangreindri hefð yrði notað og var það því takmarkað enn fremur. Slík forsaga hefur áhrif á túlkun ákvæðisins því við slíka túlkun er farið í saumana á því hvað hafi verið vilji löggjafans.

Þeir sem eru ósammála þesu hafa haft uppi hugmyndir sem ekki byggjast á venjulegum lögsskýringarreglum heldur frekar að einhver nauðsyn geri það að verkum að í algjöru neyðarástandi í þjóðfélaginu, valdaráni eða því um líku þá geti forseti beitt þessu. Um slíkt var ekki að ræða.

Jón Sigurgeirsson , 19.2.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ólafur RG hefur breyst úr Akademíkker yfir í poppara. Með poppara á ég við svona popúlista. Starf hans er m.a. fólgið í að sinna veislum og hengja orður á misgagnlega einstaklinga þjóðfélagsins. Það er engin tilviljun að hún Dorrit hans er sjarmerpía, þetta fellur bara í kramið. Hið fallega mjallhvíta bros sem einkennir nútímamanninn með stífelsi og bindi.

Svo þykir manni alltaf áhugaverð þessi túlkun á stjórnarskránni, þar sem forsetanum er greinilega gefið mikið vald en menn eiga að túlka það að honum sé ekki gefið vald. Svo þegar forseti beitir því valdi sem honum er gefið með skýrum orðum stjórnarskrárinnar, þá fer það nú aðallega eftir fótboltaliðinu hvort menn taka afstöðu með eða móti. Hendi eða ekki hendi, tjah. Mark er mark svo lengi sem mitt lið skorar.

Ólafur Þórðarson, 20.2.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband