Frelsið

 

Það er sagt að orðið frjálslyndur hafi verið eyðilagt með útþynningum. Upphaflega var ætlunin að hafa nánst ekkert ríkisvald. Markaðurinn átti að ráða.

Þó ég hefi alltaf verið talsmaður þess frelsis sem við njótum í dag og þurfti að berjast fyrir gegn afturhaldsöflum þá er ég jafn sannfærður um takmörkun frelsisins. Í fyrista lagi eru það svokallaðir markaðsbrestir t.d. þegar fyrirtæki sameinast gegn neytendum. Þetta átti sér stað í olíumálinu og ef til vill eru bankarnir nú að leika sama leikinn.

Þá hafa fyrirtæki ekki séð sér nægan hag í því að styðja velferðarmálefni þó kenningar séu á lofti um að það geti verið jafn holt félaginu og þjóðfélaginu. Slík viðleitni er engan vegin nægjanleg. Það er t.d. aðeins einn banki sem lýsir því yfir að hann styðji slíkt og aðeins brotabrot af þeim hagnaði sem hann hefur fer í slíkt.

Ég tel að velferð sé þjóðhagslega hagkvæm ef hún er þannig skipulögð að henni sé beint að velferð uppvaxandi kynslóða, fyrirbyggjandi aðgerðum gegn heilsubresti og glæpum og stuðningi og hvatningu til sjálbjargar. Þá er ég hlyntur því að munur milli fátækra og fjöldans verði ekki óhóflega mikill þ.e. að þjóðfélagið stundi vissa jöfnunarstarfsemi með skattakerfinum. Skattakerfið á eftir sem áður að vera einfallt. T.d. er besta aðgerðin til jöfnunar kjara fólks að greiða öllum mjög háar barnabætur og hækka persónuafslátt. 

Ég tel mikilvægt að hafa allar millifærslur einfaldar. Ég tel mikilvægara að koma í veg fyrir "fátæktargildrur" þ.e. það þegar skattlagningu er svo fyrirkomið að á vissu tekjubili fari allar tekjur í hækkuð gjöld en að koma í veg fyrir að meðaltekjumaður fái styrk svo sem niðurgreidd barnaheimilisgjöld eða því um líkt.

Þá er náttúrulega grunnregla frelsisins að enginn má genga á rétt annarra til að njóta síns frelsis.

 Að þessu gefnu þá á grunnreglan að vera að allt sem ekki er bannað sé leyft en ekki það sem sumir vilja að allt sem er ekki leyft sé bannað.

 

Góðar stundir.  

 

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fyrirtæki hefur litlar eðlishvatir til að styrkja almenning. Flestir þessir "styrkir" eru frádráttarbærir til skatts að einhverju leyti og eru notaðir sem bein auglýsing, stundum fyrir fyrirtækið, stundum fyrir einstaka menn innan fyrirtækisins. Tal um styrki eru því frekar svona reykvélastælar en einhver góðgerðarstarfsemi. Jafnvel listauppákomur fjalla að hluta um listina en oft að stóru leyti um þau fyrirtæki sem styrkja, með merkjum fyrirtækisins uppklíndum um sýningarskrár etc.

Það vill gleymast að fyrirtæki hafa sínar skyldur gagnvart sínum eigendum (bröskurum, fjárfestum call it what you want) og í raun engar skyldur gagnvart þjóðfélaginu nema þeim sem settar eru á þau með lögum og reglugerðum.

Ólafur Þórðarson, 20.2.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband