Bannað að hjóla milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Þó mér finnist það sjálfsagt að setja reglur um rafmagnshjól eins og önnur ökutæki hugnast mér það ekki að mér verði meinað að hjóla frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Í fréttinni segir að hjól með hjálparmótór falli undir reglur um létt bifhjól og aðeins verði heimilt að aka á þeim á götum með undir 50 km. hámarkshraða.

Eins og mér hugnast ekki að mér verði meinað að nota reiðhjólið sem fararskjóta, - maður kominn á sjötugsaldur, - þá finnst mér ekki rétt að börn fái að hjóla á "hraðbrautunum" milli sveitarfélaga.

Ég sé engan mun á því hvort eldri maður noti hjálparmótór eða ungur og hraustari maður knýi sig áfram sjálfur. Hraðinn er frekar meiri hjá þeim unga. Á ef til vill að banna reiðhjólið um allt land utan innanbæjargatna?

Sagt er að reglurnar séu sniðnar að danskri fyrirmynd en þar eru hjólastígar um allt landið.

Það er trygg aðferð að koma í veg fyrir umferðarslys að banna alla umferð.


mbl.is Herða reglur um nýju fararskjótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þegar þessi grein var skrifuð hafði ég ekki séð frumvarpið. Ég leitaði til þess sem ritaði tilvitnaða grein og staðfesti hann minn skilning á lagatextanum. Nú hef ég lesið textann og reiðhjól með mjög afllitlum hjálparvélum falla ekki undir ákvæðið. Greinin á því ekki við lengur.

Jón Sigurgeirsson , 10.4.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband