Týndi milljarður Framsóknar.

Hverfandi leyf að einum fjórflokkanna kallar sig enn Framsókn. Flokkurinn stóð á bak við verslunareinokun kaupfélaganna sálugu þar sem bændum var skylt að leggja inn til slátrunar fé sitt og gátu ekki tekið út andvirðið nema í vörum hjá viðkomandi kaupfélagi.  Þetta þótti svo sjálfsagt að til undantekninga heyrði að einhver mótmælti.  Flokkurinn vill í dag gleyma þessum syndum sínum og afneitar þeim með öllu. Ekki verður hægt að láta fara fram hlutlausa rannsókn á þessu fyrr en flokkurinn er allur og styttist vonandi í það.  Flokkurinn lifði á mismunandi gildi atkvæða. Það þótti sem sagt rétt að maður sem valdi sér búsetu úti á landi réði miklu meiru um stjórn landsins en höfuðborgarbúinn.  Með tökin í gegnum kaupfélögin að vopni og einhvers konar félaglegar aðgerðir þar sem kaupfélagið batt vaxtalítið fé hinna ríku í óðaverðbólgu í vörum sem seldar voru á úreltu verði til fjöldans þá kusu fátækir bændur flokkinn. Þegar svo atkvæðamismununin stóðst ekki lengur tímans tönn missti flokkurinn tökin. Vernd yfir kaupfélögunum veik fyrir frelsinu og þau stóðust ekki samkeppni. Nú telja menn til sveita mesta þjóðþrifamálið að opnuð hafi verið Bónusverslun.  Flokkurinn hefur upp á síðkastið reynt að skilgreina sig sem framsækinn miðjuflokk. Fyrir kosningar lýgur hann því að þjóðinni að svo sé. Hann hefur þó síðustu 12 ár gert verstu atlögu að íslensku velferðarkerfi sem gert hefur verið frá því að alþýðuflokkurinn sálugi kom núverandi kerfi á með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.  Hann lofaði milljarði í varnir gegn fíkniefnum. Hann hefur reynt að sannfæra þjóðina um að það hafi verið gert. Peningarnir sem hann tilgreinir eru einhverjar millifærslur á milli liða í sama málaflokki og standast ekki verðbreytingar.  Byrgismálið er til komið vegna þess að ráðherrar framsóknar veigruðu sér við að setja fé í úrræði sem gæti komið  í staðin og hunsuðu því viðvaranir. SÁÁ er á kúpunni af því að sá félagsskapur er að reyna að hjálpa langt leiddum fíklum – smitberunum – af götunni. Framsókn er ekki til í að styðja það starf þrátt fyrir kosningarloforð.  Framsóknarflokkurinn var með stærstu loforðin fyrir seinustu kosningar og verstu svikin með hræðilegustu afleiðingunum.  Látum flokkinn sæta pólitískri ábyrgð.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður á ekki að sparka í liggjandi flokk! Eeeen ég ætla samt að gera það!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband