10.9.2011 | 17:22
Útlendingahatur
Það er auðveldara að ala á útlendingahatri þegar að kreppir. Þannig var það í Þýskalandi á milli heimsstyrjandanna. Mér varð hugsað til þess vegna umræðunnar um að ríkur Kínverji ætlar að kaupa landskika upp á reginfjöllum og ráðherrar lýsa því yfir að þetta geti verið hluti af einhverskonar heimsráðabrölti Kínverja.
Jedúdamía sagði kerlingin. Kínverjar verða ríkir án atbeina Íslendinga og ef þeir leita eftir heimsyfirráðum skiptir þessi landskiki litlu máli. Mér er nokk sama hvot einhver íslenskur bóndi byggir upp lúxushótel þarna eða kínverskur náttúruunandi. Báðir lúta íslenskum lögum.
Það er annað sem getur orðið til þess að íslendingar missi sjálfstæðið sitt. Ef við segjum nei við öllum fjárfestingum útlendinga á sama tíma og við rekum ríkissjóð með gífurlegum halla endar með því að kröfuhafa setja okkur stólinn fyrir dyrnar. Það er andstaða við útlendinga sem er hættuleg, andstaða við allt sem getur orðið til þess að við höfum atvinnu og höfum ráð á að reka velferðarþjóðfélag á þessu skeri.
Við eigum gífurleg verðmæti sem eru einskis virði ef við bönnum öllum að nýta þau.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.