Hin þögla stjórnskipunarbylting

  Í umræðunni um heimildir forseta Íslands er mikið lagt upp úr því að hann sé þjóðkjörinn og menn álykta frá  því að hann hafi sjálfstæð völd.

 

Slíkt mundi aldrei ganga upp. Það er ekki hægt að hafa tvær ríkisstjórnir í landinu. Þar að auki eru mjög fastmótaðar reglur sem takmarka allt vald konunga í lýðræðisríkjum með þingræði eins og okkar. Forsetinn er ekkert nema kosinn konungur skv. stjórnarskrá. Lítill munur er á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands og lýðveldisins Íslands með þeim breytingum þó að í stað konungs kom orðið forseti. Þá var neitunarvald konungs afnumið og sett ákvæði um skot máls í þjóðaratkvæði í staðinn. Þar sem það hefði verið brot á venjubundinni stjórnskipunarreglu að konungur synjaði lögum staðfestingar og tilgangur íslenska ákvæðisins var að takmarka enn frekar þessa möguleika þá er það einnig brot á stjórnskipunarvenju að forseti neiti að staðfesta lög. Neitun á staðfestingu hlýtur að vera stjórnarathöfn vegna áhrifa hennar og engin stjórnarathöfn hefur gildi nema ráðherra undirriti.

 

Það eru líka alls kyns óleysanlegar flækjur sem gætu komið upp í stríði forseta og ríkisstjórnar. Af sögu þingræðis er ljóst að það að neita að skrifa undir lög er ekkert annað en að segja ríkisstjórn stríð á hendur.

 

Nú ætlar forsetinn í "frítíma" sínum að taka þátt í há pólitískri ráðgjöf þ.e. ráðgjöf um stjórn annars ríkis. Getur englandsdrottning verið ráðgjafi Norður Koreu í frítíma sínum. Þjóðhöfðingjar hafa engan frítíma. Þeir eru alltaf í hlutverkinu að því leiti að þeir mega ekkert aðhafast sem samrýmist ekki embættinu. Ráðgjöf forseta við stjórnun annars ríkis er utanríkismál og algjört brot á öllum reglum um embættið að taka þátt í slíku nema sem fulltrúi Íslands þ.e. ríkisstjórnar Íslands en utanríkisráðherra fer með þessi máli. Hann ber ábyrgð á öllu sem forsetinn gerir.

 

Forsetanum var ekki boðið þetta sem fyrrverandi alþingismanni, ráðherra eða háskólakennara. Honum var boðið þetta sem forseta Íslands.

 

Ég er ekki að gagnrýna einmitt þau mál sem forsetinn setur á oddinn. Þau eru góð og gild. Það er að hann hafi gert það sem er alvarlegt fyrir framtíðina, stjórnskipun okkar og lýðræðið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband