5.2.2007 | 15:16
Draugalandið
Draugalandið.
Gamlar og nýjar beinagrindur mannslíf skemmd engin ábyrgur. Ekki er um peninga að ræða. Þetta er ekki efst á Baugi heldur tengist stjórnvöldum og þau eru ekki dregin í dómstóla. Pólutísk ábyrgð? Hvernig vitum við hver er sekur þegar þeim tekst að segja gáfulegar sögur um að það sé einhver annar sekur ekki þeir. Hvaða flokkur er saklaus og ef hann er það er það aðeins af því að hann hefur ekki haft aðstöðu enn.
Hvert málið á fætur öðru sem krefst ýtarlegrar rannsóknar dúkkar upp frásögn frá virtum manni sem var ef til vill ekkert virtur þá því sjónvarpið hafði ekki gert hann frægan og skýrsla sérfræðings nægði ekki til aðgerða.
Stofnun rekin um áraraðir sem framleiddi niðurbrotna einstaklinga sem lentu á götunni í heimi fíknar og afbrota. Stofnun sem eyðilagði líf fjölda manna og kostaði þjóðfélagið ómælt fé og hefur áhrif á alla sem tengjast þeim.
Aldrei hefur íslenskur ráðherra verið sóttur til saka. Eru þeir saklausir? Hver ber þá ábyrgð?
Meðan þeir eyða tugum milljarða í gælu verkefni er ekki til fé fyrir læknisþjónustu fyrir langt leidda fíkla. Það er leitað til kuklara sem býður ódýra þjónustu með einhverjum trúarlegum fronti á hreinum misgjörðum. Peningamálin í rúst en of dýrt að stöðva hann því það myndi kosta að það þyrfti að taka á málunum. Mannlegur harmleikur segja stjórnmálamenn og engum um að kenna. Það vantaði allt eftirlit og engum um að kenna. Það heyrði ekki undir mitt ráðuneyti þó kæmu tilkynningar um að starfsmenn misnotuðu skjólstæðinga sína og gerðu konur ófrískar.
Engin ástæða til rannsóknar Við erum stjórnmálamenn og megum gera það sem okkur sýnist Við erum hafnir yfir ábyrgð bendum á pólutíska ábyrgð sem segir ekki neitt ef ekki er fundið út hver ber ábyrgðina. Ekkert má rannsaka og kjósendur kjósa áfram að venju. Jafnvel þó þeir færðu sig milli flokka kæmust hinir seku áfram að þeir kysu sér aðeins stærri samstarfsflokk eða flokka.
Þetta eru bara olnbogabörn sem enginn vill vita af eins og gamla fólkið sem rænt er sérmerktu fé í hjúkrunarrými til að gera auglýsingar fyrir ráðherra og í önnur gæluverkefni meðan hjón geta ekki eytt æfikvöldinu saman vegna skorts á slíkum rýmum.
Olnbogabörnin eru fleiri eins og við öll vitum. Mannslíf er lítils metið. Aðeins völd og þeir sem þau hafa samtryggja sig gagnvart okkur vesalingunum almúganum þessum 299 þúsund 9 hundruð sem allt eigum en ráðum þó engu.
Það eru margar beinagrindur í draugalandinu. Svona er þetta ekki í siðuðum löndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.