23.2.2011 | 12:32
Það eru ofbeldismenn sem kaupa vændi
Konur stjórna umræðunni um skuggahliðar kynferðismála og karlmenn þora ekki annað en að beygja sig fyrir þeirra skoðunum. Konurnar vitna í ýmsar fræðigreinar en eru algjörlega óvísindalegar og taka afstöðu með konum án tillitits til tilfinninga karla. Þegar stígamót hófu sína starfsemi hafði ég samband og spurði hvert karlmenn sem orðið hefðu fyrir kynferðislegum glæp ættu að snúa sér og svarið var; Karlar geta bara búið til sambærileg samtök. Nú hefur að vísu mildast í þeim hljóðið og þau sinna ungum karlmönnum sem lenda í barnaníðingum.
Tilefni þessara skrifa eru að talkona stígamóta sagði í útvarpi að kaupendur vændis væru ofbeldismenn sem ættu enga miskun skilið.
Rannsóknir í Danmörku hafa sýnt að kaupendur vændis hafa lent í því á ungum aldri að kaupa vændi og það hefur ruglað tilfinningalíf þeirra og þeir hafa orðið háðir því. Það eru þannig sömu karlmennirnir sem kaupa vændi aftur og aftur.
Dæmið er getur þá verið þannig: Ung stúlka sækir í vondan félagskap og ánetjast eiturlyfjum. Hún verður að fjármagna fíkn sína. Vinkona hennar segir henni að auðveldasta leiðin sé vændi og í einu desperat fíknikasti lætur hún undan og selur sig. Hún missir við það ákveðna sjálfvirðingu og fíknin tekur algjörlega yfir. Hún fer að tæla þá sem líklegir eru til að borga fyrir greiðann.
Strákar öfugt við stúlkur fá mesta kynferðislega þrá strax í byrjun kynþroskans og vegna þess að konur og karlar eru ólík að þessu leiti á þessum aldri fær hann enga útrás fyrir þessar nýju tilfinnigar. Hann hefur engan þroska til að höndla það og fer að trúa því að hann verði afskiptur með kynlíf það sem eftir er ævinnar en hugsun hans um ævina er ef til vill álíka brengluð. Á þessum tíma kemur kona og tælir hann til að greiða fyrir kynlíf. Hún telur honum trú um að hún hafi einhverjar tilfinningar gagnvart honum og athuganir sýna að karlmenn trúa því að konan endurgjaldi tilfinngar sem þeir bera í brjósti gagnvart þeim. Þessi atburður skekkir tilfinningaþroska þessa eintaklings þannig að hann verður háður keyptu kynlífi eftir þetta.
Samkvæmt áliti þeirra sem ráða umræðunni er það konan sem er saklausa fórnarlambið er karlmaðurinn ofbeldismaður.
Eftir nákvæmlega sömu rökum má segja að eiturlyfjasalinn sé saklaus en eiturlyfjaneytandinn ofbeldismaðurinn sem lætur aumingja eiturlyfjasalann selja.
Mannsal og hvers konar ill meðferð á konum og körlum er svo allt annar handleggu sem þarf að sjálfsögðu að taka á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.