Stjórnarandstaða óþörf

Þeir sem gagnrýna ríkisstjórnina mest eru ekki stjórnarandstaðan. Hún fær stærstu ákúrurnar frá hlutlausum eftirlitsaðilum svo sem umboðsmanni alþingis sem sagði frá því að ríkisstjórnin hefði ekki nýtt tækifæri í Magma málinu sem hún hafði en hefði aftur á mót beitt aðferðum sem hún hafði ekki rétt á og ekki sýnt góða stjórnsýslu. Nú höfum við horft upp á hundruð milljóna eyðslu áform í stjórnlagaþing og klúðrað því algjörlega. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að endurskoða stjórnarskrána en það er ekki það brýnast sem þarf að leysa þegar menn eiga ekki fyrir mat. Síðan er öll framkvæmdin klúður. Eftir stöndum við með eyðslu í vitleysu. 

Ef það kemur eitthvað atvinnutækifæri er hamast við að brjóta það niður. Þotuæfingar, sjúkrahús, orkufrekur iðnaður og fl. og fl. allt brotið á bak aftur. Sá iðnaður sem gefur mest þe. sjávarútvegur á nú á skera niður við trog þannig að hann leggist af. Allar vita hvaða afstöðu samfylkingin hefur til landbúnaðar, verið er að setja skatt á ferðamenn þannig að sá iðnaður drepist. Á hverjum andskotanum eigum við að lifa. Ef einhvern tíman hefur verið ástæða til að berja bumbur og kalla vanhæf ríkisstjórn er það nú. 


mbl.is Jóhanna flytur skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband