Skoðum málið frá báðum hliðum

Ég velti því fyrir mér hvað Íslendingar myndu segja ef sér íslenskur stofn myndi breyta hegðun sinnig og útlendingar færu að veiða grimt úr honum.
mbl.is Geta nagað sig í handarbökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum ekki að veiða "grimt" úr makrílstofninum en að sjálfsögðu eigum við að veiða fisk sem syndir hérna uppí fjörum og étur annan fisk sem við veiðum.

Daði (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Norðmenn veiddu miskunnarlaust úr Norsk-Íslenska síldarstofninum í áratugi og gerðu með því allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að hann færi að ganga á Íslandsmið að nýju.  Íslendingar voru varnarlausir í þeirri baáttu og gátu ekkert sagt, eða réttara sagt var ekkert mark tekið á kvörtunum þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 15:52

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svipað er því farið með þorskinn. Þegar þorskurinn syndir yfir miðlínu á Grænlandsmið, þá er hann ekki "okkar" lengur. Ekki man ég til þess að íslenskir sjómenn hafi gert veður út af því.

Kolbrún Hilmars, 9.8.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auk þess er makríllinn ránfiskur og vinnur eins og engisprettuplága í seiðabúskapnum á grunnslóðinni.

Árni Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 17:34

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ólafur Ragnarsson skrifaði athugasemd við þessa frétt þar sem hann vitnaði í danskan sjómann. Sá danski sagði að makríllinn væri horfinn á hans heimaslóðum en sandsílin væru komin aftur!

Ætli þetta sé ekki einmitt málið, eins og Árni bendir á hér að ofan.

Kolbrún Hilmars, 10.8.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband