Færsluflokkur: Bloggar

Eftir góða þjóðhátíðarhelgi

Ég fór út á land um helgina og gisti á tjaldstæðinu við Vík í Mýrdal. Þar átti að vera þurrt en var bæði úði og nokkuð hvasst þegar við komum þangað. Við vorum með hjól með okkur og það var bara gaman að reyna hjóla á móti vindinum sem var að vísu ekkert ofsarok en reyndi mátulega á okkur þegar vætunni var bætt við.

Ég er nýlega búinn að uppgötva hversu frábært er að vera Íslendingur. Að vísu dregur úr áhuganum í allri vætunni, klakanum og rokinu og dimmunni yfir svartasta skammdegið en þó endurnýjast maður allur þegar fer að vora. Maður hagar sér eilítið eins og kýrnar sem sletta úr klaufunum þegar þeim er sleppt út í fyrsta skiptið.

Ég hef velt því fyrir mér að búa erlendis a.m.k. yfir dimma tíma ársins sem fer verulega í mig en alltaf komist að þeirri niðurstöðu að best sé hér að búa.

 Sólin og Danski kúrinn hefur læknað bæði sál og líkama og nú einbeiti ég mér að sundi, hjólreiðum og því um líku.

Ég hugsa ekkert til þess að bráðum kemur nýr vetur og nýtt hýði til að leggjast í. Finna afsakanir til að fara ekkert út. Það er svo vont veður og þegar glætan kemur þá er rútínan farin og ekkert verður að góða ásetningnum. Ég veit það að eftir það kemur nýtt vor með nýjum ásetningi.

Ég verð að reyna að halda heilsu því ekki er víst að velferðarsvið sveitarfélagsins sinni mér þó lífið liggi við og ég verði hægfara étinn af fuglalifrum.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband