114 nauðgarar á Húsavík


Þessi fyrirsögn var á kjallaragrein sem ég skrifaði fyrir 13 árum í DV. Tilefnið var að 114 mans undirrituðu stuðningsyfirlýsingu við nauðgara og hröktu þannig fórnarlambið og fjölskyldu þess  burtu úr bænum.
 
Ég þekkti ekki til málsins að öðru leyti en að mér ofbauð hvernig dómstóll götunar rústaði ekki eingöngu lífi fórnarlambs heldur heillar fjölskyldu sem ekkert hafði sér til sakar unnið. Ég sagði þá nauðgara sem skrifuðu undir yfirlýsinguna af því að nauðgun er árás á sálina. Þeir sem skrifuðu undir réðust ekki aðeins á sál einstaklings heldur á einstakling sem bæði  var barn að aldri og þegar særður nóg. 
 
Ættingi stúlkunar hringdi í mig og þakkaði mér framtakið. 
 
Kastljós ræddi við stúlkuna um þetta mál sem nú er læknir í Noregi. Hún kom einstaklega vel fyrir - gott fólk getur komið frá Húsavík. Enn ganga þeir lausir sem gerðu hennar kvöl óbærilega með undirritun sinni. Aðeins sumir þeirra hafa beðist afsökunar. Það eru enn naugarar á Húsavík sem hafa ekki axlað ábyrgð gerða sinna.  
 
Hvað getum við lært af þessu? Við getum hafnað dómstóli götunnar. Hann er enn á fullu í okkar samfélagi. Lítum í eigin barm. 
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er ekki einsdæmi ´´uti á landi í kjaftaklúbbum að ráðast á fórnarlömb barsmíða og íllrar meðferðar.

   þar hlusta menn á íllainnrætt fólk- og trúa því sem það segir- heimskan og íllskan eru raunar förunautar.

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.4.2013 kl. 22:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eina leiðin til að vera ekki hluti af dómstól götunar er að hada kjafti um hluti sem maður ekki veit.

Guðmundur Jónsson, 9.4.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband